Annars myndi það auðvitað ekki borga þessi skítalaun.
Gunnar Smári skrifar:
Fallegt að enginn bílstjóranna hjá Kynnisferðum, fyrirtæki fjölskyldu Bjarna Ben fjármálaráðherra, hafi greitt atkvæði gegn verkfallsboðun. Allir nema einn vildu í verkfall, sá eini skilaði auðu og vildi að félagar sínir fengju að ráða. Eins og þeir bílstjórar sem ekki greiddu atkvæði.
Hugmyndir auðvaldsins um hversu mikið starfsfólkið elskar það og virðir er augljóslega fullkomin delluhugmynd. Fréttafólk ætti að hafa það í huga þegar fyrirtækjaeigendur telja sig geta talað fyrir munn starfsfólks fyrirtækisins, eins og lenska hefur verið í fréttatímum.
Þetta er órar fólks sem hefur ekki hugmynd um hvað starfólkið vill og hvað það vill ekki. Annars myndi það auðvitað ekki borga þessi skítalaun; til hvers að hlusta á fólk sem borgar skítalaun og heldur því fram að starfsfólkið sé ánægt með það?