- Advertisement -

Einar Þorsteinsson: Kári er einstakur maður sem talar tæpitungulaust

Viðtalið í gær við Kára Stefánsson var nokkuð óvenjulegt en um leið skemmtileg reynsla.

Einar Þorsteinsson skrifar:

Beinar sjónvarpsútsendingar eru mismunandi miklar óvissuferðir. Viðtalið í gær við Kára Stefánsson var nokkuð óvenjulegt en um leið skemmtileg reynsla. Kári er einstakur maður sem talar tæpitungulaust. Það hefur ekki farið fram hjá mér að sumum þykir ég hafa sýnt Kára dónaskap með því að segja „þú ert ruglaður“. Það er vissulega óvenjulegt að segja svona en mér fannst á þessu augnabliki það að blokka símanúmer Þórólfs sóttvarnarlæknis einfaldlega dáldið rugluð ákvörðun. En þetta var ekki illa meint. Og ekki sagt nema til að fanga augnablikið sem var svo furðulegt. Við Kári áttum gott spjall fyrir og eftir viðtalið. Ég byrjaði að afsaka mig aðeins fyrir hvað þetta varð óhefðbundið viðtal en Kári stoppaði mig og sagði mér að hætta að afsaka mig, ég hefði ekki gert neitt rangt. Þetta hefði verið gott viðtal.

Einar skrifaði greinina og birti á Facebook.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: