Einar Kárason rithöfundur skrifaði á Facebook:
Síðastliðna hálfa öld hafa stundum komið fram tillögur um að breyta sölukerfi á áfengi. Og alltaf, í hvert einast sinn, hefur hafið upp raust sína kór sem segir: Höfum við ekki eitthvað þarfara að tala um?! Og þar deyr málið. Hvernig væri að klára þetta einu sinni? Svo hægt sé þá að ræða þörfu málin. Við erum með rándýrt ríkisrekið sovétkerfi í þessum efnum, sem gagnast ekki almenningi eða skattgreiðendum, en hentar hinsvegar fullkomlega heildsölum sem eru áskrifendur að álagningu á drykki sem ríkisvaldið sér um að flytja inn og selja fyrir þá.a