Hvað ætli Sigurður Ingi formaður og Einar borgarstjóri hafi séð marga leiki fram í tímann þegar ákveðið var að slíta samstarfinu í borgarstjórn? Hvað sem þeir héldu að yrði hefur snúist í höndunum á þeim og úr verður eitt versta og hallærislegast klúður sem sést hefur lengi í íslenskum stjórnmálum. Einar valdalaus.
Jón Gnarr sagði í útvarpi í gær að ef einhver sem á hlut að máli þyki sinn kostur rýr þá er það fyrsta að reyna að semja upp á nýtt. Ekki rjúka upp til handa og fóta og brenna brýr að baki sér.
Er víst að hinir þrír borgarfulltrúar Framsóknar vilji elta Einar út í eðjuna? Þau eru: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir.
Má vera að bakland Einars i borgarstjórn gangi ekki í takt með honum. Getur verið að Sigurður Ingi sé hans eina sýnilega bakland í flokknum?