Áslaug Björgvinsdóttir, einn fjögurra umsækjenda til embættis umboðsmanns Alþingis hefur dregið umsókn sína til baka.
„Ég vil þakka þeim mörgu vinum mínum sem hvöttu mig til að gefa kost á mér í́ starf umboðsmanns Alþingis eftir að ég fékk fyrirspurn þess efnis frá forsætisnefnd Alþingis í kjölfar ábendinga til nefndarinnar. Mér þótti vænt um það. Þegar sérstök gagnbeiðni barst frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar sá ég að þau eru ekki að leita að manneskju með minn bakgrunn og hæfni.Í́ beiðninni var óskað eftir við okkur sem gefið höfðum kost á okkur í́ starfið að senda úrlausnir eða álit sem við höfðum samið á sl. þremur árum og við teldum falla undir hlutverk og starfssvið umboðsmanns Alþingis. Utan þessa ramma féllu því m.a. dómar frá starfstíma mínum sem héraðsdómari og stjórnsýslukærur og erindi / kvartanir til umboðsmanns Alþingis sem ég hef unnið fyrir skjólstæðinga mína sem lögmaður. Að athuguðu máli ákvað ég að gefa ekki áfram kost á mér í starf umboðsmanns Alþingis. Þetta ferli og í því sambandi samantekt á störfum mínum, fræðiskrifum, viðtölum o.fl. á liðinum árum varð hins vegar grunnur að nýrri heimasíðu fyrir lögmannsstofu mína, Lögman lögfræðiþjónustu. Þannig að eitthvað gott kom út úr þessu,“ skrifar hún á Facebook,
Þrír aðrir sóttu um stöðuna, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.