Stundum þegar ég var þingfréttamaður sat ég á svölum okkar fjölmiðlamanna og horfði yfir þingsalinn og lék mér að því að skipta þáverandi þingmönnum í þrjá hópa. Alla nokkuð jafn fjölmenna.
Í fyrsta hópi voru þeir þingmenn sem mér fannst hafa brennandi áhuga á pólitík. Fólk sem hafði hugsjónir sem það vildi berjast fyrir.
Í hópi tvö sett ég fólk sem var sómi af. Eflaust hvar sem var. Duglegt fólk og fólk sem var fljótt að setja sig inn í mál. Fínir þátttakendur í nánast öllum málum.
Í þriðja hópinn setti ég fólk sem mér fannst ekkert erindi eiga á Alþingi. Fólk sem lítið sem ekkert hafði til málanna að leggja. Viss um svo hefði verið hvar sem fólkið starfaði.
Þegar ég horfði á Silfrið í morgun var ljóst að Halldóra Mogensen yrði sett hiklaust í fyrsta flokkinn. Eina pólitíkin í þættinum var frá henni komin. Hún hefur greinilega pólitíska þörf og langanir. Set hana í fyrsta flokkinn.
Ég hef hrifist nokkuð af Þorsteini Sæmundssyni. Vel mál farinn og drjúgur í aðhaldshlutverkinu. Þrautseigur. Set hann í ímyndaðan flokk númer tvö.
Auk þeirra voru í þættinum Páll Magnússon og Guðmundur Andri Thorsson.