- Advertisement -

Eigum öllum stundum að afhjúpa gerendur kúgunar, misréttis og ofbeldis

Höfum samt á hreinu, að Íslendingar þurfa ekkert að leita til Bandaríkjanna eftir þjóðfélagshópum sem búa við kúgun, misrétti og ofbeldi.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Samkvæmt grein sem birtist í blaði, þá er stórhættulegt að tala um kúgun, misrétti, ofbeldi og fleira neikvætt vegna þess að það getur leitt til meiri kúgunar, misrétti og ofbeldis. Við eigum samkvæmt þessu að þegja um misrétti því annars er hætta á að misrétti aukist. Við eigum ekki að berjast gegn kúgun vegna þess að barátta gæti leitt til þess að kúgunin aukist. Og við eigum ekki að verjast ofbeldi því með því erum við að hvetja til ofbeldis.

Ég er algjörlega ósammála að umræða auki vandann, nema fyrir þá sem vilja ekki láta beina kastljósinu að sér. Við eigum öllum stundum að afhjúpa gerendur kúgunar, misréttis og ofbeldis, sérstaklega þegar viðkomandi telja sig vera yfir gagnrýni hafna svo sem vegna auðs eða valda. Höfum samt á hreinu, að Íslendingar þurfa ekkert að leita til Bandaríkjanna eftir þjóðfélagshópum sem búa við kúgun, misrétti og ofbeldi. Hér á landi er því miður urmull slíkra hópa. Kannski leiðir umræða um þá til þess að þeir verði fyrir meiri kúgun, misrétti og ofbeldi!

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: