Eigum margt ógert
Yfirskrift leiðara Moggans í dag er: Ísland í sterkri stöðu. Í leiðaranum má finna þetta:
„Íslendingar hafa sennilega aldrei haft það betra. Breska vikuritið The Economist birti í sumar lista yfir ríkustu þjóðir heims og setti þar Ísland í sjöunda sæti. Ugglaust finnst mörgum þeir ekki verða varir við þetta ríkidæmi og ýmislegt má hér betur fara. Nefna má heilbrigðiskerfið, vegi landsins, ófullnægjandi árangur nemenda í grunnskólum og orkumál. Á öllum þessum sviðum eru Íslendingar í stöðu til að bæta úr, en þá þarf líka að sýna ráðdeild og varast að sólunda tíma og fé í hluti, sem litlu eða engu skila.“
Kannski er þjóð sem á þetta allt ógert ekki í mjög sterkri stöðu. Allir helstu þættir í samfélaginu er oft í kalda koli. Heilbrigðismál, samgömgur, menntamál og orkan. Þetta fæst ekki ókeypis. Okkar bíður mikil vinna. Það er rétt hjá Mogganum að ýmislegt má betur fara.