- Advertisement -

Eigum margt ógert

Yfirskrift leiðara Moggans í dag er: Ísland í sterkri stöðu. Í leiðaranum má finna þetta:

„Íslendingar hafa sennilega aldrei haft það betra. Breska vikuritið The Economist birti í sumar lista yfir ríkustu þjóðir heims og setti þar Ísland í sjöunda sæti. Ugglaust finnst mörgum þeir ekki verða varir við þetta ríkidæmi og ýmislegt má hér betur fara. Nefna má heilbrigðiskerfið, vegi landsins, ófullnægjandi árangur nemenda í grunnskólum og orkumál. Á öllum þessum sviðum eru Íslendingar í stöðu til að bæta úr, en þá þarf líka að sýna ráðdeild og varast að sólunda tíma og fé í hluti, sem litlu eða engu skila.“

Kannski er þjóð sem á þetta allt ógert ekki í mjög sterkri stöðu. Allir helstu þættir í samfélaginu er oft í kalda koli. Heilbrigðismál, samgömgur, menntamál og orkan. Þetta fæst ekki ókeypis. Okkar bíður mikil vinna. Það er rétt hjá Mogganum að ýmislegt má betur fara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: