Ragnar Önundarson skrifaði þessa fínu og stuttu grein:
Þegar forréttindafólk eða fyrirtæki í þeirra eigu, fór á hausinn eftir hrun tókst samt oftast að bjarga eignunum. Þær lentu í góðu skjóli, á nýrri kennitölu.
Þegar venjulegt almúgafólk fór á hausinn tókst oftast bara að bjarga skuldunum. Eignirnar lentu í vindinum.
Við þurfum öll að líta eftir að mistök verði ekki endurtekin á næstunni.