Eignatilfærsla og samþjöppun auðs
Skattbyrði hefur verið flutt frá þeim sem eru betur stæðir til þeirra sem eru lakar settir. Án hennar valda raunvextirnir massífri eignatilfærslu og samþjöppun auðs.
„Allt fram til 1985 voru vextir íbúðalána frádráttarbærir. 7% vextir jafngilda ca. 4% eftir skatt. Á móti aflaði ríkið sér tekna með eignarskatti, sem lagður var á hreina eign, þ.e. eignir umfram skuldir,“ skrifar Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur, og bæri við:
„Þessi aðferð vann gegn samþjöppun auðs. Án hennar valda raunvextirnir massífri eignatilfærslu og samþjöppun auðs. Tilfærslu frá hinum mörgu sem skulda til hinna fáu sem eiga. Engin umræða er em þetta. Merkilegt.“
Gunnar Smári tekur þátt í umræðunni, og skrifar: „Vextir eru frádráttarbærir í Noregi, líka reyndar ýmiss starfstengdur kostnaður (ferðir til og frá vinnu, vinnuföt o.s.frv.) upp að vissu marki. Launafólki er heimilt að draga kostnað frá tekjum eins og fyrirtæki, upp að vissu marki. Það er réttlátt. Piketty lagði til eignarskatta sem tæki til að bjarga kapítalismanum, annars myndi einn á endanum eignast allt. Kapítalisminn er óréttlæti, flytur sífellt fé frá þeim sem ekki eiga til þeirra sem eiga,“ skrifar hann og bætir við:
Kapítalisminn er óréttlæti, flytur sífellt fé frá þeim sem ekki eiga til þeirra sem eiga.
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur þau aðildarríki sín sem felldu niður eignarskatt á nýfrjálshyggjutímanum að taka hann upp aftur. Hér var eignarskattur til 2005. Niðurfelling hans og lækkun fjármagnstekjuskatts er helsta ástæða hrörnunar skattkerfisins, stöðnunar opinberrar þjónustu, veikingar innviða, aukinnar gjaldtöku innan heilbrigðis- og menntakerfa og aukinnar skattheimtu af launafólki. Skattbyrði hefur verið flutt frá þeim sem eru betur stæðir til þeirra sem eru lakar settir. Skattur á venjulegar launatekjur hefur hækkað, einkum á lægstu laun og lægri meðallaun. Frá því eignarskattar voru aflagðir hafa fasteignagjöld hækkað, en þau eru skattur á skuldir hjá flestu fólki. Afnám eignarskatta var líklega mesta skemmdarverk nýfrjálshyggjunnar.“
Ragnar Önundarson segir svo: „Eignarskattur felur í sér tvísköttun og þykir því ósanngjarn. Hann er samt enn eina tækið sem vinnur gegn samþjöppun auðs. Pólitískt mál.“