- Advertisement -

Eigna­upp­taka af verstu gerð

Sá sem er með eina millj­ón króna frá líf­eyr­is­sjóði fær útborgaðar 738.000 krón­ur á mánuði með 124.000 á mánuði í gjöf frá rík­inu. Hvernig í ósköp­un­um er þetta hægt?

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, er duglegur í baráttunni fyrir betra lífi öryrkja og eldri borgara. Hann skrifar fína grein í Moggann í dag. Þar rekur hann ótrúlegar flækjur sem hafa verið lagðar fyrir eldri borgara. Guðmundur byrjar grein sína af krafti:

„Rík­is­stjórn­in myndi græða á því að leyfa þeim eldri borg­ur­um að vinna sem það vilja og þá án skerðing­ar á at­vinnu­tekj­um þeirra. Gróðinn fyr­ir ríkið yrði í skatt­tekj­um og betri heilsu þeirra eldri borg­ara sem vilja eða geta unnið. Það er fá­rán­legt að skerða vinnu­laun og þá einnig líf­eyr­is­sjóðslaun frá líf­eyr­is­sjóðunum sem eru ekk­ert annað en laun viðkom­andi plús vext­ir og verðtrygg­ing. Vext­ina og verðtrygg­ing­una ætti að skatta sem fjár­magn­s­tekj­ur, en ekki launa­tekj­ur. Þetta er eigna­upp­taka af verstu gerð.“

Ómögulegt er að stytta grein Guðmundar þar sem það á eftir kemur eru haldgóðar skýringar á flóknu kerfi:

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Rík­is­stjórn­in myndi græða á því að leyfa þeim eldri borg­ur­um að vinna sem það vilja og þá án skerðing­ar á at­vinnu­tekj­um þeirra.“

„Rík­is­stjórn­in skerðir laun þeirra eldri borg­ara sem vinna fulla vinnu að frá­teknu frí­tekju­marki upp á 100.000 krón­ur um 45%, en sama rík­is­stjórn hef­ur ný­lega komið á hálf­um líf­eyr­is­sjóðsgreiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum og hálf­um frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins og það án allra skerðinga fyr­ir eldri borg­ara!

Sá sem er með eina millj­ón króna frá líf­eyr­is­sjóði sín­um í ½-á-móti-½-kerf­inu fær 124.053 krón­ur á mánuði frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Lág­launamaður­inn sem er bara með 125.000 krón­ur frá líf­eyr­is­sjóðnum sín­um fær það sama og sá há­launaði, eða 124.053 krón­ur á mánuði frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins.

Sá sem hef­ur ekki nema 125.000 krón­ur frá líf­eyr­is­sjóði í þessu kerfi, sem er yf­ir­leitt lág­launa­fólk, fær útborgaðar 233.000 krón­ur á mánuði, en sá sem er með eina millj­ón króna frá líf­eyr­is­sjóði fær útborgaðar 738.000 krón­ur á mánuði með 124.000 á mánuði í gjöf frá rík­inu. Hvernig í ósköp­un­um er þetta hægt?

Þegar sótt er um þenn­an hálfa rétt fyr­ir ein­hvern sem er með minna en 124.052 krón­ur úr líf­eyr­is­sjóði á mánuði seg­ir orðrétt á vef Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins: „Líf­eyr­is­sjóðstekj­ur eru of lág­ar, þar af leiðandi átt þú ekki rétt á 50% líf­eyri og 50% frá líf­eyr­is­sjóðunum miðað við þær líf­eyris­tekj­ur sem þú gef­ur upp. Líf­eyr­is­sjóðstekj­urn­ar þurfa að vera hærri en 124.053 krón­ur á mánuði svo að þú eig­ir rétt. En þú get­ur sótt um al­menn­an elli­líf­eyri.“

Vegna þess að viðkom­andi hef­ur verið lág­launamaður alla tíð fær hann ekki 124.053 krón­ur á mánuði frá rík­inu eins og há­launaði millj­ón króna maður­inn fær. Þess vegna hef­ur Flokk­ur fólks­ins lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar, um af­nám skerðinga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara með stuðningi frá öðrum flokk­um. Frum­varp sem mun ekki mis­muna eldri borg­ur­um, eins og þessi fá­rán­legu lög um hálf­an líf­eyr­is­sjóð á móti hálf­um bót­um Trygg­inga­stofn­un­ar frá nú­ver­andi rík­is­stjórn.

Von­andi kemst frum­varp Flokks fólks­ins út úr vel­ferðar­nefnd á næst­unni og verður að lög­um á þessu þingi, öll­um eldri borg­ur­um til góða.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: