Ég ætla að vera bjartsýnn á að mistök sem þessi verði ekki endurtekin.
Ragnar Önundarson skrifar:
Það á að vera ófrávíkjanleg regla að eigið fé tapist fyrst. Ekki má afskrifa af skuldum nema það hafi gerst og nýtt hlutafé komi inn. Þetta er ein undirstöðureglan í kapítalísku efnahagslífi. Hún er jafn mikilvæg og hinar meginstoðirnar: Eignarréttur, samningsfrelsi, frjálst framtak og viðskipti og samkeppni. Að stjórnvöld, kjörin af almenningi, skyldu láta það gerast eftir hrun, að gengið væri af hörku að almenningi, en afskrifað af skuldum hinna fáu ríku, er bæði óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt og verður lengi í minnum haft.
Í dag verður aðgerðapakki vegna veirunnar opnaður. Ég ætla að vera bjartsýnn á að mistök sem þessi verði ekki endurtekin.