„Þá þarf sérstaklega að hafa í huga að kerfisleg áhætta getur myndast ef hluthafar fjármálafyrirtækja eru að stærstum hluta erlendir vegna þess að til að draga úr eigin gjaldeyrisáhættu má ætla að þeir geri kröfur um að arður sé greiddur út í erlendri mynt sem er önnur en uppgjörsmynt fjármálafyrirtækisins. Þá myndast þrýstingur á stjórnendur fjármálafyrirtækis að lána í áhættusamari verkefni í erlendri mynt og jafnvel til óvarinna einstaklinga og fyrirtækja,“ sagði Smári McCarty Pírati þegar hann mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum hlutafélög.
Smári bendir á að nú sé eigendum banka unnt að svindla:
„Arðgreiðslur í öðru formi en með reiðufé, sérstaklega frá fjármálafyrirtækjum, fela í sér aukna áhættu fyrir félagið sjálft og kröfuhafa þess, m.a. innlánseigendur, minni hluta hluthafa og aðra haghafa, svo sem skattyfirvöld, því að hætta er á því að eignir séu teknar út úr hlutafélagi og færðar eigendum þess á öðru verði en raunvirði.“