- Advertisement -

Eiga tillögur stjórnlagaráðs að enda í ruslinu?

Þingmennirnir Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki og Guðjón Brjánsson Samfylkingu tókust á um breytingar á stjórnarskránni. Guðjón er meðmæltur stjórnarskrá stjórnlagaráðs meðan Birgir vill sjá hana enda í ruslinu.

Hér er stuttur kafli úr Alþingi um þetta mál:

Birgir: Háttvirtur þingmaður getur auðvitað sakað mig um þvergirðingshátt og skal ég glaður gangast við því að hafa gert ýmislegt til að tefja fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs næðu fram að ganga.

Guðjón: Því miður, eins og háttvirtur þingmaður er vel af guði gerður á svo margan hátt, er hann að leggjast á árarnar með öflum sem er ekki eðlilegt að ráði hér lögum og lofum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stór hluti einnar stærstu atvinnugreinar landsins er tengdur einum stjórnmálaflokki.

Birgir kallar fram í: Að hverju ertu að ýja?“

Guðjón heldur áfram: Ég er að ýja að þeim völdum og þeim áhrifum sem hagsmunahópar í samfélaginu hafa í útgerð.“

Birgir: Ég ætlaði reyndar að bera af mér sakir vegna þess að ég held að það sé hægt að vera fullkomlega andvígur mjög mörgum atriðum í tillögum stjórnlagaráðs og ýmsum öðrum tillögum öðruvísi en að vera handgenginn einhverjum hagsmunaöflum eða leggja einhverjum hagsmunaöflum lið. Og mér finnst ásakanir af því tagi algerlega fráleitar og bið háttvirtan þingmann að koma hér og biðjast afsökunar á orðum sínum.

Guðjón: Ég vil bara viðhafa örfá orð í þessu sambandi. Ég leyfi mér að fullyrða það að stór hluti einnar stærstu atvinnugreinar landsins er tengdur einum stjórnmálaflokki. Að öðru leyti er ég ekki að saka háttvirtan þingmann um tengsl við þessa atvinnugrein öðrum fremur og bið hann afsökunar ef hann hefur skilið það með þeim hætti.

Birgir: Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir ef hann er ekki að ásaka mig persónulega um eitthvað. Ég vil hins vegar taka það fram að jafnvel þó að ekki væri neitt auðlindaákvæði í tillögum stjórnlagaráðs þá hefði ég gjarnan viljað sjá þær enda í ruslinu hvort sem er vegna fjölda margra annarra atriða sem þar er að finna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: