Gunnar Smári skrifar:
Ég hef nú ekki verið hlynntur inntökuprófum á Alþingi, en þessi uppákoma fær mann til að velta því fyrir sér að það verði ekki að gera kröfu um að þingfólk skilji virkni laga. Þessi Samherja-arfur kemur engum á óvart. Nema þingfólki, sem er bara alveg standandi bit yfir því að lögin sem þau sitja skuli vera undirstaðan af því ógeðslega samfélagi (svo vitnað sé í Styrmi) sem við búum í. Auðvitað eru lögin undirstaðan. Ef þingfólk skilur ekki samfélagið sem þeir lifa innan getur það ekki sett því samfélagi lög sem bæta það eða brjóta af verstu annmarkana. Ef þingfólkið skilur svo ekki heldur lögin, þá er fokið í flest skjól. Hvað er þetta fólk að gera í vinnunni?