- Advertisement -

Eiga lífeyrissjóðirnir vopnaverksmiðjur?

- þingmaður vill einnig vita hvort sjóðirnir eigi í fyrirtækjum sem tengjast jarðefnaeldsneyti.

Andrés Ingi Jónsson.
Eiga lífeyrissjóðirnir í vopnaverksmiðjum?

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fyrir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tvær spurningar um íslensku lífeyrissjóðina.

Hann vill vita hvort íslensku lífeyrissjóðirnir eigi eignir í fyrirtækjum sem framleiða vopn eða íhluti í vopn? Ef svo er, hverjar eru þær eignir, hvaða sjóðir eiga þær og hvort eru þær erlendar eða innlendar.

Andrés Ingi vill líka vita hversu stór hluti eignasafns lífeyrissjóðanna er bundinn í starfsemi sem felst í vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis.

Andrés vill að svarið verði sundurliðað fyrir hvern lífeyrissjóð um sig og eftir erlendum og innlendum fjárfestingum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: