- Advertisement -

Ég vorkenni Vinstri grænum

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifaði:

Ég vorkenni Vinstri grænum að þurfa að bera ábyrgð á þessari öfga kapítaliseringu landsins. Það er afleiðing þess að gera stöðu forsætisráðherra að megin stórmáli flokksins. Þá er ekki mikið pláss eftir fyrir önnur mál.

Þessi ríkisstjórn ríður ekki við einteyming. Hún er svo heltekin af hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar að ekkert fær stöðvað ætlunarverk forystu Sjálfstæðisflokksins og gera Ísland að verkstæði fjármagnsins. Það fær að leika hér algjörlega lausum hala. Gegnsæjar reglur eru bara til benda á (gagnslaust) aðhaldið.

Fjárlagafrumvarpið og loka aðför að sölu Íslandsbanka eru dæmi um þegar hugmyndafræði er tekin fram yfir heilbrigða heilastarfsemi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Saga hugmyndafræðilegrar hagstjórnar kennir okkur að það hefnir sín þótt síðar verði. Hverjir ætli fái nú forgang í nýju handstýrðu söluferli með restina af Íslandsbanka?

Ég vorkenni Vinstri grænum að þurfa að bera ábyrgð á þessari öfga kapítaliseringu landsins. Það er afleiðing þess að gera stöðu forsætisráðherra að megin stórmáli flokksins. Þá er ekki mikið pláss eftir fyrir önnur mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: