- Advertisement -

Ég vil ekki svona samfélag

Í góðu samfélagi skiptum við öll jafnmiklu máli, alveg sama hvað við gerum og hvar við erum stödd í tilverunni.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hugsið ykkur hvað þetta er ömurlegt.

Annan hvern dag leitar kona til Landspítalans vegna þess að hún hefur verið lamin heima hjá sér. Og þetta er bara toppurinn á ísjakanum, því svo mikið af þessu ofbeldi er falið. Skömmin er svo mikil. Konur eru líka svo hræddar. Þær þora ekki að segja frá. Ég er nokkuð viss um að hið svokallaða “frelsi” í nútíma kapítalisma er helsta ástæðan. „Frelsið“ fellst í því að allir eiga að meika það. Og ef ekki þá ertu tapari, lúser sem litið er niður á. “Þarna er hann Sigurður, það hefur ekkert orðið úr honum, hann getur ekki framfleytt fjölskyldunni almennilega, er alltaf blankur, þó hann vinni myrkranna á milli. Hann Sigurður er aumingi.” „Frelsi“ kapítalismans felur í sér að geta eignast sem mest, af einhverjum veraldlegum hlutum sem fást í verslunarhöllum. Þú ert ekki maður með mönnum ef þú hefur ekki efni á að smíða pallinn við húsið og kaupa fínasta grillið. Hugsið ykkur hvað þetta er ömurlegt. Svona er hann Sigurður brotinn niður alveg miskunnarlaust. Kannski getur hann veitt viðnám við þessu og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. En það er erfitt að standa á móti þessum stöðuga áróðri í hinum miskunnarlausa kapítalisma nútímans. Að lífið snúist um að þéna peninga, græða og geta keypt sér allt það nýjast og besta. Þessi þrýstingur skapar auðvitað spennu, vanlíðan, áhyggjur og kvíða hjá karlmönnum. Ástandið getur svo bitnað á heimilisfólkinu og á konunni. Auðvitað á þetta líka við um konur, en þrýstingurinn er ekki eins mikill á þær að meika það.

„Frelsi“ kapítalismans er helber mannvonska, kostar veikindi, mannslíf og óhemju af peningum. Og fyrir Landspítalann. “Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á tíu ára tímabili.”

Ég er sósíalisti því ég vil ekki svona samfélag. Frelsi sósíalismans byggir á mannhelgi, mannúð, mannkærlega, samvinnu og virðingu fyrir öllu fólki og náttúru. Auðmenn heimsins reyna að telja fólki trú um, með öllum ráðum, að þetta sé bara kjaftæði, því allir séu í eðli sínu svo gráðugir. Ég blæs á þetta. Í góðu samfélagi skiptum við öll jafnmiklu máli, alveg sama hvað við gerum og hvar við erum stödd í tilverunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: