Við þurfum daglegt flug yfir hafið inn á stóra flugvelli.
Ragnar Önundarson skrifar:
Ef almenningur þarf að koma að málum fyrirtækis er um að ræða almannaþjónustu (utility). Fráleitt er að félagið fái aftur jafn „frjálsar hendur“ til að spila með almannafé og það hafði. Við þurfum daglegt flug yfir hafið inn á stóra flugvelli, bæði vestur og austur um haf. Þetta er almannaþjónustan, annað ekki. Lífeyrissjóðirnir fara með almannafé og félagið hefur ákveðið að fara í almennt hlutafjárútboð. Það óskar eftir ríkisábyrgð á lántöku. Lífeyrissjóðirnir eru ekki sjálfseignarstofnanir og mega vel heyra viðhorf sjóðfélaga og lífeyrisþega. Ég vil ekki að lífeyrissjóðurinn minn verði notaður eins og gólftuska til að þrífa upp það sem fer til spillis.