- Advertisement -

„Ég var þó nokkuð stressaður“

Teikning Halldórs í Fréttablaðinu í dag á vel við umfjöllun blaðsins um dómsmálaráðherra þjóðarinnar.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur viðtalið. Eðlilega töluðu þeir um ráðgátuna, hvort Jón verði gert að víkja úr ráðherrastólnum, eða ekki. Sigmundur spyr:

Viltu fara?

„Maður er auðvitað í pólitík til að hafa áhrif. Og þar fyrir utan hef ég haft óskaplega gaman af þessu stóra og óvænta verkefni. Ég ætla ekkert að leyna því að það kom mér mjög á óvart á sínum tíma að ég skyldi hafa verið valinn í þetta ráðuneyti dómsmála. Og það skal segjast alveg eins og er að ég var þó nokkuð stressaður yfir þeim stóru og viðkvæmu verkefnum sem biðu mín. Það er nú bara svo að sá sem velst til forystu í þessu ráðuneyti er á ákveðnu jarðsprengjusvæði. Það sést kannski best á því hvað mannabreytingarnar hafa verið örar í ráðuneytinu á undanförnum árum. Ætli ég sé ekki áttundi ráðherrann hér á einum áratug. Það segir sig sjálft að þetta er óþægilegt fyrir starfsfólk og hin mikilvægu málefni ráðuneytisins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann segir að þar komi til enn ein ástæða þess að óheppilegt sé að skipta um mann í brúnni. „Það vantar stöðugleika í þetta ráðuneyti. Ég er ekki fyrr búinn að koma mér vel inn í öll flóknustu mál þess áður en ég mögulega á að hverfa á braut,“ segir ráðherrann sem mörgum hefur sýnst hafa verið í kapphlaupi við tímann við að koma breytingum í framkvæmd.

Rétt er að taka fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið dómsmálaráðuneytinu svo lengi sem elstu menn muna. Eðlilega hafði flokkurinn ráðuneytið ekki i tíð Jóhönnustjórnarinnar. Svona illa hefur flokknum tekist til með dómsmálaráðuneytið. Jón ætti að vera bjartsýnn. Landsfunfarfulltrúar stóðu upp og klöppuðu fyrir honum, allir sem einn.

Best að vitna aftur í viðtalið:

„Ég og aðstoðarmenn mínir gerðum okkur strax grein fyrir því að við hefðum mögulega takmarkaðan tíma til breytinga. Við þyrftum að hafa hraðar hendur, enda vildum við koma miklu í verk. Það var kominn tími á nauðsynlegar breytingar. Og sumt af því stóð einfaldlega í stjórnarsáttmálanum, svo sem að efla löggæslu og gera átak í kynferðisbrotamálum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: