Mannlíf

Ég þekki Jón Steinar

By Miðjan

March 11, 2021

Ég hef þekkt Jón Steinar í langan tíma. Kynntist honum þegar ég skrifaði um dómsmál. Hann var hreint út sagt frábær lögmaður. Mælskur, rökfastur. Töffari í réttarsölum. Hef lítt fylgst með dómsmálum síðustu ár. Eins og það var gaman á sínum tíma.

Jæja, ég þekki Jón Steinar. Ég gagnrýni nýjasta verkefnið hans. Ekki hans vegna. Vegna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Hún er með tvo fyrrverandi lögreglustjóra á göngudeild ráðuneytisins. Í einhvers kona atvinnubótavinnu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur, á ríkisins kostnað, fengið bæði Hannesi Hólmsteini og Birni Bjarnason til að skrifa fullkomlega gagnslausar skýrslur. Það rugl hefur kostað ríkissjóð tugi milljóna. Og nú á að bæta í.

Ég er hissa á að Jón Steinar ætli að bæta enn einni skýrslunni við. Það veldur mér vonbrigðum. Finnst hann enn of stór maður til þess. Hvað sem verður.

Nú  hef ég enga trú að Áslaug Arna hafi átt hugmyndina að nýrri „dauðri“ skýrslu frá enn einu innmúruðum og innvígðum. Var það Bjarni? Eða var það Davíð?

-sme