- Advertisement -

Ég styð Báru sem er ofsótt af valdhöfum

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar:

„Ég styð Báru Halldórsdóttur, sem í dag er krossfari öryrkja ofsótt af valdhöfum sem í fáránleika sínum og örvæntingu hamast við að reyna að draga athygli almennings frá þeirri ömurlegu staðreynd að þau opinberuðu níðingshátt sinn og halda honum svo áfram.

Þessu fólki treysti íslensk þjóð fyrir atkvæðum og treysti því að sómi væri að þeim fulltrúum sem svo settust á hið háa Alþingi. Hörmulegast er að ekkert þeirra sá sóma sinn í að segja af sér. Við sitjum uppi með fólk sem nýtir sér stöðu sína til að viðhalda fordæmalausu ofbeldi gagnvart sínum minnsta bróður. Ekkert breytir þeirri staðreynd að þau sem fyrirmyndir, valdhafar og manneskjur töluðu með óafsakanlegum og óafturkræfum hætti þetta kvöld!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skrifin er fengin af Facebooksíðu Þuríðar Hörpu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: