- Advertisement -

„Ég skil ekkert hvað háttvirtur þingmaður er að fara“

Björn Leví Gunnarsson snerti á jafnvægi Bjarna Benediktssonar í Alþingi í gær.

Fyrst er það Björn Leví:

„Pólitísk afskipti af einstaka málum eru ákveðin tegund spillingar sem leiðir til framgangs sérhagsmuna umfram almannahagsmuna, sérhagsmuna þar sem er verið að styðja við bestu vini aðal á meðan aðrir sitja úti í kuldanum. Til að koma í veg fyrir pólitísk afskipti setjum við almenn lög, reglur og búum til faglega verkferla þannig að stjórnsýsla lýðræðisins okkar geti tekið hlutlægar ákvarðanir en ekki hlutdrægar í mikilvægum málum þar sem fagmennska skiptir alla máli en ekki bara notalegir stólar fyrir vini og ættingja eða pólitíska bandamenn. Við viljum nefnilega faglega stjórnsýslu en ekki pólitíska. Í því samhengi vil ég vitna í orð fjármálaráðherra frá 2011 og spyrja hvort ráðherra sé enn á þeirri skoðun sem kemur fram í þeim orðum og ef ekki, af hverju? Með leyfi forseta:

„Staðreynd málsins er hins vegar sú að það blasir við allri þjóðinni að forsætisráðherra hlýtur að vera að íhuga afsögn vegna þessa máls og fyrstu viðbrögð hennar við niðurstöðu kærunefndarinnar ganga algerlega í berhögg við einn megintilgang þess frumvarps sem varð að jafnréttislögum fyrir fáum árum, t.d. um að úrskurðir kærunefndarinnar væru bindandi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hætti fjármálaráðherra kannski að vera á þessari skoðun þegar hann braut sjálfur jafnréttislög með skipun í embætti skrifstofustjóra? Var krafan um afsögn þáverandi forsætisráðherra bara pólitískt leikrit miðað við viðbrögð hans við eigin broti?“

Um er að gera að vekja athygli á að Bjarni ávarpaði Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra samkvæmt hefðum þingsins. Sagði ekki hæstvirtur forsætisráðherra og svo framvegis.

Bjarni svaraði Birni Leví:

„Ég verð bara að segja alveg eins og er að ég fæ á tilfinninguna að hv. þingmaður sé að þvæla saman algerlega óskyldum málum. Málið sem hv. þingmaður kemur hér upp með og vill rifja upp, í framhaldi af því að hann talar um mikla pólitíska spillingu og frændhygli og ég veit ekki hvað var ekki sagt hér, er málið þegar Jóhanna Sigurðardóttir höfðaði ekki mál til þess að fá ógiltan úrskurð úrskurðarnefndar um jafnréttismál, þrátt fyrir að hafa verið sem félagsmálaráðherra hér í þinginu með frumvarp sem gerði þá grundvallarbreytingu að úrskurðir nefndarinnar yrðu bindandi. Hún var ráðherrann sem lagði þetta til við þingið og fékk það samþykkt. Þegar síðan úrskurðarnefndin komst að niðurstöðu í máli hennar þá vildi hún ekki höfða mál til þess að ógilda úrskurðinn og gat ekki samið við þann sem í hlut átti. Þetta taldi ég vera hneyksli. Ráðherrann átti annaðhvort að fara í dómsmál til að fá niðurstöðunni hnekkt eða semja strax við þann sem í hlut átti, sem tók allt of langan tíma. Í mínu máli, sem hv. þingmaður telur til vitnis um einhvers konar spillingu eða eitthvert rugl, þá sömdum við einfaldlega um bætur og við fórum ekki í málið. Þannig að það mál var upp gert. Ég skil ekkert hvað háttvirtur þingmaður er að fara.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: