- Advertisement -

Ég nenni ekki að hlusta þögull á þetta kjaftæði

Jafnvel blaðamenn spinna spuna hinna auðugu.

Björn Þorláksson blaðamaður skrifar:

Mig langar að segja eitt um opinbera tjáningu okkar fína fólksins um kjarasamninga og verkföll fram undan. Mér sýnist sem við „umræðustjórnendur“ í þessu samfélagi séum langflest slegin þvílíkri forréttindablindu, að það hálfa væri nóg.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sýnist sem við gerum okkur enga grein fyrir því hve gott við höfum það sem efri millistétt sennilega flest – af því að við þekkjum orðið ekki síðra líf. Við berum okkur saman við þá sem eru fyrir ofan okkur – leitum ekki lengur niður. Tengsl hafa rofnað. En kannski erum við ekki meðvituð um firringuna. Af því að hinir undirsettu hafa aldrei rödd nú orðið. Við heyrum aldrei í þeim.

Mig grunar að langflest höfum við aukið auð okkar og tækifæri í nánast línulegri dagskrá.

Og mig grunar að það gleymist hjá ansi mörgum okkar að þeir sem eru fastir í fátæktargildum komast hvorki lönd né strönd. Að sjá jafnvel blaðamenn spinna spuna hinna auðugu í von um að njóta velvildar aðalsins síðar er sorglegra en orð fá lýst.

Ég nenni ekki að hlusta þögull á þetta kjaftæði…

Fengið af Facebooksíðu Björns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: