Greinar

„Ég hefði ekki skipað Björn“

By Miðjan

August 30, 2018

Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem undrast skipan Björns Bjarnasonar sem formanns nefndar um EES-samninginn.

Hún skrifar: „Í Kastljósi í kvöld var umræða um að fólk, eldra en sjötugt, megi ekki vinna hjá hinu opinbera. Engu að síður var Björn Bjarnason skipaður formaður starfshóps í dag. Björn er fæddur 14. nóvember 1944. Hann er því að verða 74 ára gamall. Mér finnst ekki að fólki eigi sjálfkrafa að vera óhæft til vinnu 70 ára en ég hefði ekki skipað Björn í starfshóp um EES af pólitískum ástæðum. En það eiga ekki að vera tilviljunarkenndar undanþágur frá lögum og reglum. Ef Björn er hæfur til að sinna þessu verkefni þá hlýtur sjötugi, fyrrverandi leikskólastjórinn sem minnst var á í þættinum að vera það líka. Sá sótti um starf á leikskóla sem almennur leikskólakennari en fékk starfið ekki vegna aldurs.“