- Advertisement -

„Ég hef svo sem ekkert nýtt efnislega fram að færa“

„Ég hefði nú fyrirgefið það þó að skautað hefði verið fram hjá mér vegna þess að ég hef svo sem ekkert nýtt efnislega fram að færa,“ sagði formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, þegar hann steig í ræðustól Alþingis.

Þar sem hann var kominn erindisleysu í ræðustól sagði hann:

„En ég ætla að taka undir þetta og mér fannst áhugavert þegar hv. þm. Andrés Ingi Jónsson fór yfir tímalínuna. Þá dróst upp einhver mynd sem er svo alvanaleg í íslensku samfélagi, að við erum alltaf í viðbrögðum. Við erum alltaf að bregðast við þegar við erum annaðhvort komin upp við vegg eða erum á leiðinni þangað. Við þurfum einhvern veginn að fara að ná fyrir vaðið og fara að búa til regluverk og lög sem tryggja að við lendum ekki í slæmri stöðu og tímaneyð. Ég vil hins vegar líka gagnrýna það að af þessum átta vikum sem við höfðum rétt til einhvers konar samninga og andmæla eða viðræðna við þessa aðila skuli þinginu einungis hafa verið ætlað að koma að því síðustu þrjá til fjóra dagana.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: