Fréttir

„Ég finn að mér er treyst“

By Miðjan

November 14, 2019

Kristján Þór Júlíusson fékk að finna til tevatnsins á Alþingi í morgun. Hann varðist sem hann gat. Meðal annars sagði hann:

„Staðreyndin er sú að ég lifi í samfélagi, geng til fundar við fólk og er í þjónustu fólks, lifi og starfa í Norðausturkjördæmi, hef gengið þar í gegnum fernar kosningar frá því að ég kom til þings og prófkjör þar á milli. Aldrei hef ég skorast undan því að ganga til fundar við fólk, umbjóðendur mína og leggja verk mín í dóm þeirra. Ég finn að mér er treyst en á engan hátt skal ég segja að ég sé ekki breyskur maður. Hver er það ekki? Enginn. Ég leita umboðs og ég leita trausts hjá því fólki sem ég sæki til og býð mig fram til þjónustu fyrir hverju sinni. Sem betur fer hef ég verið og er í aðstöðu til þess að þakka fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt.“