- Advertisement -

„Ég er í sjokki,“ segir Margrét Rósa sem missir Iðnó

- vildi halda áfram en var úthýst. Sextán farsæl ár að baki

 

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að Margrét Rósa Einarsdóttir, sem hefur verið vert í Iðnó í sextán ár, skuli pakka saman og vera á brott í október í haust. Þetta tilkynnir Margrét Rósa á Facebook.

„Jæja góðir hálsar, nú hef ég frétt að Iðnó verður ekki í minni umsjón eftir 1o október næstkomandi, samkvæmt ákvörðun Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar,“ skrifar hún. „Ég sótti um að halda áfram en aðrir féllu betur í kramið. Framtíðin sker svo úr með efndir. Ég verð að segja að ég er eiginlega alveg í sjokki. Ekki bara okkar vegna, sem störfum í Iðnó, heldur líka vegna allra þeirra sem hafa starfað að list sinni í Iðnó .Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár, ásamt því að með mínu fagfólki, boðið fyrsta flokks veisluþjónustu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: