Fréttir

Ég er samningslaus kennari – ég er í framlínustarfi

By Ritstjórn

October 04, 2020

„Ég er sagður vera í framlínustarfi við að halda skólum opnum í heimsfaraldri.

Um mig gilda vægari sóttvarnarreglur en almennt í þeim tilgangi að gæta að velferð nemenda og viðhalda mikilvægu skólastarfi – viðhalda samfélaginu,“ skrifar Ragnar Hilmarsson kennari.

„Ég umgengst tugi barna og tugi fullorðna beint og óbeint daglega vegna vinnu minnar, sem er svo mikilvæg.

Ég sýndi gífurlegan sveigjanleika og lausnamiðaða hugsun til að hægt væri að opna skóla aftur í vor þegar óvissan var sem mest.

Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá því sumarið 2019. Í viðræðuáætlun sem gefin var út í sumar stóð til að semja fyrir 1. okt 2020. Hann er í dag.

Við förum fram á það sama og aðrir í hækkunum og aukin sveigjanleika. Viðsemjendur okkar sýndu okkur þann dónaskap að slita viðræðum.

Það er kominn tími til að sveitarfélögin sýni í verki að þeir meti störf kennara – stéttarinnar sem gegnir lykilhlutverki í að halda hjólum samfélagsins gangandi á fordæmalausum tímum.“