Ég trúi því ekki að í tilkynningu frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé fullyrt eitthvað sem er ekki rétt.
Jón Örn Marinósson skrifar:
Ég er ekki svo vitlaus að hafa nokkurn tímann búist við að ríkisstjórn hins óbreytta ástands færi að hrófla við kolvitlausum tíma á Íslandi miðað við sólargang. Ég er hins vegar svo vitlaus að ég get engan veginn áttað mig hvers vegna „birtustundir“ verði 13% færri ef klukkunni er seinkað um klukkustund. Ég hélt í barnaskap mínum að fjöldi birtustunda réðist eingöngu af sólargangi. Vonandi getur einhver stjörnufróður maður skýrt þetta fyrir mér. Ég trúi því ekki að í tilkynningu frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé fullyrt eitthvað sem er ekki rétt.