„Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur mér ekki á óvart að heyra þingmenn Pírata, öll pólitísk umræða þeirra snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og átti við það sem hér stendur.
Brynjar hélt áfram: „Er ekki kominn tími til, háttvirtir Píratar, jafnvel má Samfylkingin taka það til sín, að eyða nú tíma ykkar á þessu háa þingi í að ræða um stjórnmál, um framtíðina, hvernig við getum bætt atvinnulífið? Hvernig getum við bætt atvinnulífið úti á landi, hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina? Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur o.s.frv. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum,“ sagði hann og bað síðan
„Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma.“