- Advertisement -

Ég er duglegur og vinn alla daga

„…ég er duglegur og hef ekkert að fela. Ég vinn alla daga, kvöld og helgar.“ Þannig skrifar Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þar sem hann gerði orð Ólafíu B. Rafnsdóttir, formanns VR, um laun formannsins og ábyrgðina sem fylgir því starfi, að umtalsefni. Ólafía er 1.380,000 krónur á mánuði.

Ásmundur segist hafa lækkað um allt að hálfa milljón á mánuði við að setjast á Alþingi.

„…en samt voru kröfurnar meiri, ábyrgðin þyngri og ég varð að berstrípa mig varðandi öll mín persónulegu mál fyrir þjóðinni. Ég er mjög ánægður með kröfurnar, ég er duglegur og hef ekkert að fela. Ég vinn alla daga, kvöld og helgar. Svara öllum tölvupóstum, helst sama dag og þeir berast og svara símanum hvar og hvenær sem er, á jólum og áramótum.“

Ásmundur minnist á fjölskyldu sína. „Frá því að ég var kjörinn á þing hef ég notað sumarfríin mín til að ferðast í kjördæminu og hitta fólkið mitt, kjósendur út um allt. Áramótaloforð mitt við fjölskylduna var að í sumar færum við með hjólhýsið út fyrir kjördæmið. Ég eins og Ólafía hef þá tilfinningu að ég sé á góðum og sanngjörnum launum þó svo að mín laun séu um 200,000 kr. lægri á mánuði en laun formanns VR. Samt nýtir hún öll tækifæri til að krefjast þess að laun þingmanna verði lækkuð. Öll störf eru mikilvæg formennska í VR, fiskverkakonunnar, iðnaðarmanna og sjómannsins. Það eru líka störf þingmanna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: