Gunnar Smári skrifar:
Ég er að hlusta á Óla Björn rugla í Speglinum. Hann segir að við megum ekki keyra efnahagslífið niður með tilheyrandi skaða og á við að lausnin á því sé að hafa landið opið. Þetta er öfugt, við þurfum að keyra efnahagslífið niður vegna þess að landamætin eru opin og smit rjúka upp. Leiðin til að efnahagslífið gangi sem best er að loka landamærunum (í merkingunni að fólk þurfi að fara í sóttkví við komuna, svipað og er raunin í Nýja Sjálandi).