Stjórnmál

„Ég á örugglega eftir að flytja alveg hundleiðinlega ræðu“

By Miðjan

February 22, 2021

„Ég á örugglega eftir að flytja alveg hundleiðinlega ræðu miðað við það sem maður hefur fengið að heyra hérna,“ sagði Sigurður Páll Jónsson Miðflokki í þingræðu þegar rætt var um breytingar á útlendingalögum.

Sigurður Páll sagði einnig: „Mér hefur sjálfum fundist Íslendingar fulllatir við að vinnan við þetta sjálfir, ég verð að segja alveg eins og er. Það eru ágætislaun í fiskvinnslu, ef það er málið.“

Kostnaður af komu hælisleitanda er Miðflokksfólki hugleikinn:

„Það kostar að fólk komi inn í landið. Þeir sem koma inn í landið sem hælisleitendur fara ekki beint að vinna, kannski í einhverjum tilfellum en í mörgum tilfellum ekki og það kostar. Það er kostnaðarhliðin sem við erum að tala um að við þurfum að passa að fari ekki út fyrir allt velsæmi. Það er ekki af illgirni eða hatri gagnvart útlendingum eins og maður fær stundum að heyra þegar við erum að fjalla um þessi mál, alls ekki.“