- Advertisement -

Eftirmál af ráðherravali Bjarna

Hitt ber svo að hafa í huga, að stundum er ungu fólki enginn greiði gerður með því að velja það of ungt til mikilla ábyrgðarstarfa.

Óglaðir þingmenn að loknum þingflokksfundi.

„En svo eru eftirmálin. Í átökum undanfarinna vikna og mánaða hefur mátt finna að það ráðherraval, sem nú er afstaðið hefur haft sín áhrif. Þingmenn, sem hafa gert sér vonir um þetta ráðherraembætti en jafnframt verið efasemdarmenn um orkupakkann í þingflokki Sjálfstæðisflokks hafa áreiðanlega haldið að sér höndum til þess að skaða ekki möguleika sína með því að ganga gegn flokksforystunni í því máli,“ skrifar Styrmir Gunnarsson um ráðherraval Bjarna Benediktssonar og hverjar kunna að verða afleiðingarnar.

„Nú má telja líklegt að þeir telji sig hafa frjálsari hendur. Þess vegna gæti verið að samdóma ákvörðun þingflokksins segi ekki alla söguna,“ skrifar Styrmir og eins þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hitt ber svo að hafa í huga, að stundum er ungu fólki enginn greiði gerður með því að velja það of ungt til mikilla ábyrgðarstarfa. Í samtímasögu Sjálfstæðisflokksins má finna skýr dæmi um það.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: