- Advertisement -

Eftirlitsstofnun EFTA rassskellti okkur

„Eftirlitsstofnun EFTA var að rassskella okkur í dag fyrir það að við séum ekki nógu dugleg að innleiða EES-tilskipanir og reglugerðir sem mér þykir mjög miður,“ sagði Lenya Rún Taha Karim Pírati á Alþingi fyrir jólafrí þingsins. Hún var þá að ræða fjárlög þessa árs og umhverfismál. Sem henni þykir við ekki gera nóg.

„En punkturinn hér er sá að við hreinlega verðum að setja okkur metnaðarfyllri markmið. Við eigum að taka forystu, vera öðrum fyrirmynd, beita okkur eins og við getum. Við erum velmegunarsamfélag sem býr yfir miklum auðlindum og mannauði. Við höfum öll hlutverki að gegna þegar kemur að þessu máli sem varðar jú framtíðina sjálfa og tilveru okkar allra. Ekkert okkar getur allt en við getum öll gert eitthvað, sumir meira en aðrir. Stjórnvöld víðs vegar um heim bera því mikla ábyrgð ásamt stærstu fyrirtækjum og öðrum mengunarvöldum auðvitað, t.d. í sjávarútvegi. En það er fyrst og fremst hlutverk stjórnvalda í baráttunni að koma með aðgerðir sem skila sér og þegar margt er í húfi, þegar svo margt er undir, þá hreinlega verðum við að gera miklar kröfur til að mæta því, kröfur til okkar sjálfra og kröfur til annarra sem hafa líka hlutverki að gegna, kröfur sem eru í samræmi við aðstæður, þær sem blasa þegar við og miðað við þær sem fram undan liggja. Þar getum við svo sannarlega gert betur og á það eigum við alltaf að stefna.“

Ræðan var flutt 8. desember sl.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: