Því miður var ekki hægt að svara því þar sem fjármálaráðuneytið fer með hlutabréfið í ISAVIA.
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar athyglisverða grein á Facebook, sem er birt hér. Fyrirsögnin er Miðjunnar:
Á þriðjudag var fundur í Umhverfis og samgöngunefnd með fulltrúum Samgöngustofu og Samgönguráðuneytis. Þá spurði ég út í hvort það megi kalla það virkt eftirlit að láta mál ganga svona lengi, en SGS fer með lögbundið eftirlit með rekstrarhæfi flugfélaga. Til að flugfélag haldi flugrekstrarleyfi þá ber því að hafa rekstrarfé amk 3 mánuði fram í tímann en þegar ég spurði að þessu lá fyrir að tap WOW eru amk 22 milljarðar á síðasta ári.
Svarið var, að það væri alvarlegt mál að grípa of snemma inn í þegar staða verður alvarleg.
Ég velti fyrir mér núna hvort þetta sé endilega rétt og hvort þetta sé virkt eftirlit. Auðvitað er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en það eru svo margir þættir sem blandast inn í þetta. Áhrif á ferðaþjónustuaðila á Íslandi eru fyrirséð, en þau verða meiri svona skömmu fyrir háannatímann. Það hefði m.ö.o. verið betra fyrir þau að fá skellinn í haust þegar staðan lá fyrir. Hins vegar var rekstur WOW mun meiri þá og höggið í dag því minna en þá en engu að síður er ábyrgðarhluti að láta félag sem safnar bara umtalsverðum skuldum halda því áfram með flóknari erfiðleikum fyrir fjölda ferðaþjónustuaðila.
Ég þráspurði líka fulltrúa ráðuneytisins út í ISAVIA og skuld WOW við þetta ríkisfélag. Því miður var ekki hægt að svara því þar sem fjármálaráðuneytið fer með hlutabréfið í ISAVIA. Þetta þykir mér harla sérstakt svar enda er það auðvitað samgönguráðuneytið sem stjórnskipulega ber ábyrgð á því að opinbert hlutafélag í okkar eigu hefur nú að öllum líkindum tapað 2 milljörðum króna.
Að þessu sögðu er hugur minn líkt og annarra fyrst og fremst hjá þeim sem nú missa vinnuna, þeim sem eiga sitt daglega líf undir að fá laun frá þessu félagi eða öðrum fyrirtækjum sem þjónuðu þetta félag. Staðan er í senn alvarleg og sorgleg.