Atkvæðagreiðsla um tillögu samninganefndar Eflingar- stéttarfélags um verkfallsboðun gagnvart Hveragerðisbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 13.00 miðvikudaginn 22. apríl 2020.
Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 16.00 mánudaginn 27. apríl 2020.
Þann 22. apríl nk. kl. 13.00 hefst rafræn atkvæðagreiðsla um tillögu samninganefndar Eflingar-stéttarfélags um boðun verkfalls félagsmanna í Eflingu-stéttarfélagi sem starfa hjá Hveragerðisbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Verkfallið tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá framangreindum sveitarfélögum skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar sem rann út þann 31. mars 2019. Verkfallið tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt þeim samningi.
Vinnustöðvunin er ótímabundin og hefst þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 12:00 á hádegi.
Atkvæðisrétt eiga félagsmenn Eflingar sem vinna hjá ofangreindum sveitarfélögum.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að atkvæðagreiðslunni, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar fram til loka kjörfundar, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn.
efling.is