- Advertisement -

Efling: Vonbrigði með úrskurð Félagsdóms

Hefðbundnar verkfallsaðgerðir hefjast á föstudag.

Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með úrskurð Félagsdóms í máli Samtaka atvinnulífsins gegn félaginu vegna boðaðra örverkfalla eða vinnutruflana sem hefjast áttu 18. mars.

„Það er miður að félagsmenn okkar fái ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Þessar aðgerðir eru hófsamar og byggja á stigmögnun frekar en að til fullra áhrifa komi strax,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „En við hlítum að sjálfsögðu þessum dómi og lærum af honum.“

„Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í boðuðum aðgerðum stóð til að starfsmenn myndu leggja niður venjubundna vinnu sína að einhverju leyti eins og ítarlega var útfært í verkfallsboðunum og tilkynnt um. Sameiginlegt markmið aðgerðanna er að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga við stefnanda.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: