- Advertisement -

Efling undirbýr viðbrögð við verkbanni

Forysta Eflingar undirbýr sitt félagsfólk vegna yfirvofandi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Á vef Eflingar segir:

„Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um verkbann. Verkbann er þegar atvinnurekandi sendir starfsfólk sitt heim úr vinnu og neitar að greiða því laun. Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella.

Efling vill leysa kjaradeilu við SA við samningsborðið. Samninganefnd Eflingar hefur stundað viðræður við SA í góðri trú og lagt fram málamiðlanir sem eru ásættanlegar fyrir atvinnurekendur.

Í ljósi ofangreinds vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri við félagsfólk:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Verkbann er einhliða þvingunaraðgerð sem atvinnurekandi kýs að beita, í stað þess að leysa málin með samningum við stéttarfélag síns starfsfólks.
  • Kjósi atvinnurekandi að beita verkbanni gegn starfsfólki sínu er það alfarið á ábyrgð hans, ekki stéttarfélags.
  • Efling mun ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda er verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður stendur ekki undir þeim greiðslum.
  • Efling hvetur félagsfólk á vinnustöðum til að óska eftir afstöðu síns atvinnurekenda til þess hvort hann muni beita verkbanni. Best er að óska formlega eftir fundi og að biðja um að afstaða atvinnurekanda til verkbanns komi skýrt fram.
  • Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það.“

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: