- Advertisement -

Efling landaði samningi í nótt

Vinnumarkaður „Í nótt undirrituðum við samning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Frábært Eflingarfólk í samninganefndinni sýndi og sannaði hvers það er megnugt. Í enn eitt skiptið sjáum við að leiðin til árangurs er að nálgast viðræður með lýðræðislegum hætti og treysta á mátt verkafólks til að berjast fyrir eigin kjörum og aðstæðum.

Ég er stolt af félögum mínum í samninganefnd. Ég gleðst yfir því að tilheyra þeirra hópi. Vinnuaflið hefur ávallt verið umbótaafl samfélagsins. Það er jafn satt í dag og það var fyrir 100 árum síðan,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaðu Eflingar.

„Efling fagnar því innilega að nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025.

Það er mikið gleðiefni að tekist hafi að fá stjórnvöld að borðinu til að taka á þessum vanda, sem augljóslega varðar ekki aðeins Eflingarfélaga heldur er gríðarstórt hagsmunamál íbúa, aðstandenda og fagfólks á íslenskum hjúkrunarheimilum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er í fyrsta skipti sem Efling gerir sjálfstæðan kjarasamning fyrir hönd starfsfólks á hjúkrunarheimilum, en kjarasamningar þessa hóps hafa á síðustu áratugum ávalt fylgt sjálfkrafa samningi Eflingar við ríkið. Í samræmi við aðferðafræði Eflingar á síðustu árum leiddi virk samninganefnd Eflingarfélaga viðræðurnar frá upphafi til enda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: