- Advertisement -

Efling kveður Starfsgreinasambandið

Félagsfólk í Eflingu samþykkti að félagið segði sig sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Forysta Eflingar lagði til að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu eftir mikil átök innan landssamtakanna. Efling sagðist greiða 50 milljónir á ári til SGS en sækti þangað litla sem enga þjónustu. Félagið verður þrátt fyrir þetta áfram í Alþýðusambandinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að tæplega 70 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi samþykkt úrsögn. Rúmlega fjórðungur greiddi atkvæði gegn úrsögninni og rúm tvö prósent tóku ekki afstöðu. Tæplega 21 þúsund voru á kjörskrá og af þeim greiddu þúsund atkvæði eða fimm prósent.

Á vef Eflingar er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún telji það rétta ákvörðun hjá félagsmönnum að verja ekki háum upphæðum í árleg gjöld til SGS sem veiti Eflingu enga þjónustu. „Ég fagna því líka að félagsfólk hafi stutt afstöðu forystu félagsins í málinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Byggt að hluta til á frétt á ruv.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: