Félagsdómur hefur úrskurðað Eflingu sigur gegn Samtökum atvinnulífsins um boðað verkfall. Því hefur Efling staðið rétt að boðun verkfallanna sem hefjast á morgun.
Halldór Benjamín Þorbergsson er ósáttur í viðtali við Vísi rétt í þessu. Á Vísi má lesa þetta:
„Halldór Benjamín segir að embættismenn hljóti að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar. Hann viðurkennir að dómurinn í dag sé mikil vonbrigði.“