„Efling kallar eftir því að látið verði af hvítþvotti og sýndargjörningum þegar kemur að brotastarfsemi á vinnumarkaði. Tími er kominn til að gerendur axli ábyrgð. Gerendum ber að sæta afleiðingum fyrir launaþjófnað og misnotkun á verkafólki. Því hefur þegar verið lofað í yfirlýsingu stjórnvalda vegna Lífskjarasamninganna. Samtök atvinnulífsins hafa engan rétt á að hamla framkvæmd þeirrar yfirlýsingar. Efling mun draga alla þá sem svíkja þessi loforð og standa í vegi fyrir uppfyllingu þeirra til ábyrgðar á opinberum vettvangi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Ritstjórn
Miðjan er vefur um stjórnmál, mannlíf og efnahagsmál, ritstjóri er Sigurjón M. Egilsson