Fréttir

Ef við gerðum eins og Norðmenn

By Miðjan

May 01, 2024

Stefán Ólafsson skrifaði:

Hverju skilar skattlagning á fyrirtæki í ríkiskassann, að teknu tilliti til álagningar og frádráttarliða? Hér eru nýjustu tölur OECD um það. Tölurnar eru hlutfall af landsframleiðslu sem beinir skattar á hagnað fyrirtækja skila hinu opinbera í skatttekjur.Hér er það 2,6% landsframleiðslu, á hinum Norðurlöndunum er þetta 3,0% til 3,2% og meðaltal OECD er 3,3%. Ísland er með níundu lægstu skattheimtur af fyrirtækjum af 39 OECD-ríkjum.Hin mikla sérstaða sem Noregur hefur með 18,8% er vegna olíusjóðsins og auðlindagjalda. Árið 2022 var reyndar einstaklega gott fyrir Noreg í þessum efnum, en frá árinu 2000 hafa tekjur norska ríkisins af fyrirtækjum (og olíusjóðnum) oft verið á bilinu 8-10% af landsframleiðslu.Ef við hefðum svipaða auðlindastefnu og norsk stjórnvöld værum við ekki í vandræðum með að fjármagna innviði (samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál).