Ef umboðsmann skyldi kalla
Er Jón Ólafsson á Bifröst óskeikull engill um það hvaða hegðun og ákvarðanir teljist siðlegar á Íslandi?
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á ekki upp á pallborðið ritstjóraskrifstodunni í Hádegismóum. Tryggvi, og embættið sem hann gegnir, fær veina sneið í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar, í Mogga morgundagsins.
„Á Íslandi hefur ofmetnum embættum eins og Umboðsmanni, sem er kenndur við Alþingi, sem orðið er öfugmæli, tekist að ýta undir þann „skilning“ að ákvörðun sem stjórnmálamaður tekur í samræmi við sína samvisku og í krafti lýðræðislegs umboðs sé þegar af þeirri ástæðu tortryggileg, gott ef ekki spillt. Það eigi þó einkum við hafi hinir raunverulegu valdamenn, nafnlausir umboðsleysingjar kerfisins, ekki algjörlega ráðið ferðinni. Stjórnmálamaðurinn þarf að hafa fengið skriflega skýrslugerð um hvaðeina, þar sem búrókratinn setur fram alla hugsanlega fyrirvara með krókum til að passa sína persónu eða mikilvægan hluta hennar. Taki ráðherrann svo ákvörðun sem rekst í einhverju á þessa fyrirvara, sem eru oftast í formi getgáta eða vangaveltna, er hægt að ámælast hann fyrir þær. Þá er eftir að mæla ákvörðunina við lög og reglugerðafjöld, anda þeirra, tilskipanir ESB, valdasókn ESA langt út fyrir öll mörk og þar fram eftir götunum. Svo bætast við óljóst þrugl siðanefnda og reglur þeirra sem lifa sérstöku lífi utan við lög og rétt í landinu.“
Fullkomið siðrof í stjórnsýslunni
Svo þetta: „Í umræðu er látið eins almennningur, sem á að vera endapunktur valdsins, eða eini færi umboðsmaður hans, megi hvergi koma nærri svo sjáanlegt sé.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er eina ríkisstjórnin í landinu sem fram að þessu hefur starfað undir flaggi siðareglna. Það segir allt sem segja þarf þegar fullkomið siðrof varð í íslenskri stjórnsýslu. Hver kom þeirri hugmynd inn hjá sér, svo ekki sé minnst á hjá heilli ríkisstjórn, að Jón Ólafsson á Bifröst sé óskeikull engill um það hvaða hegðun og ákvarðanir teljist siðlegar á Íslandi og spyrja má þá hvar í veröldinni hann öðlaðist þá visku.“