- Advertisement -

Ef dugur væri í verkalýðshreyfingunni

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Hvernig er það. Er ekkert að frétta af Soros? Repúblikanar segja veirufaraldurinn vera Kínverjum að kenna. Þeir hafi búið til þessa veiru og komið henni til Vesturlanda. En minnast ekkert á Soros!

Eitt af því sem einkennir íslensku, er að nota fremur áhrifssögn með aukafalli,  en áhrifslausa sögn með orði í nefnifalli eða forsetningarlið. Þannig er eðlilegra að tala um að menn missi vinnuna fremur en að segja að þeir verði fyrir atvinnuleysi. Mikilsvert er að halda í þetta einkenni tungumálsins. En þetta þykir víst ekki góð latína í Ríkisútvarpinu.

Ef einhverjir skynsamir og hófsamir menn finnast enn í forystusveit atvinnurekenda ættu þeir að beita sér fyrir því að samtök þeirra hættu að beita sér gegn atvinnuleysisbótum og hækkun þeirra. Ef dugur væri í verkalýðshreyfingunni mundi hún svara þessu með kröfu um að atvinnurekendur færu úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einhverju sinni fyrir ævalöngu sátum við nokkrir vinir og staupuðum okkur í kjallara í Hlíðunum. Drukkum lektorsbrennivín. Svo fórum við heim piltarnir. Einn okkar, Vigfús Geirdal gekk inn Miklubraut. Skipti engum togum, þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, að skáldið mikla Einar Benediktsson, sté niður af stalli sínum og veittist að Vigfúsi. Sló hann Fúsa með hörpunni og handleggsbraut hann.  Eitthvað hafði skáldinu mislíkað, kannski eitthvað sem Vigfús hafði sagt eða skrifað. Vissum aldrei hvað!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: