Helgi Vífill Júlíusson á viðskiptakáli Fréttablaðsins skrifar um „sumargjöf“ Samherja.
„Það að hægt sé að selja fiskveiðiheimildir var mikið heillaskref. Og ef hægt er að selja þær er eðlilegt að kvótinn gangi í erfðir. Í fjölskyldufyrirtækjum eru tvær leiðir færar við kynslóðaskipti: Selja reksturinn eða af komendur taka við honum. Það hefði komið mörgum á óvart ef stofnendur Samherja hefðu selt öðrum útgerðina,“ skrifar Helgi Vífill.
Helgi Vífill sér fegurðina víða: „Kvótakerfið var mikil blessun fyrir íslensku þjóðina og í grunninn er um fallega gjörð foreldra að ræða.“
En ekki er allt slétt og fellt að mati Helga Vífils. „Öfund lét líka á sér kræla. Við gjöfina urðu erfingjarnir jú með ríkari Íslendingum.“ Ekki er þetta allt: „Andstæðingar kvótakerfisins nýta kynslóðaskiptin sem vopn til að skapa óánægju um ríkjandi fyrirkomulag.“