Eðlilegt að hækka skatta þau ríkustu
Gunnar Smári skrifar:
Fullkomlega eðlileg ráðstöfun í kreppu sem framkallar tekjutap hjá almenningi, ríki og sveitarfélögum en ýtir á sama tíma undir eignarverð, verð á fasteignum og hlutabréfum. Íslendingar ættu að gera þetta strax. Og velta í framhaldinu ofan af eyðileggingu á skattkerfinu á nýfrjálshyggjuárunum; leggja aftur á eignaskatta (eða auðlegðarskatt með háu gólfi), hækka fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt fyrirtækja, leggja útsvar á fjármagnstekjur, leyfa sveitarfélögum að taka aftur upp aðstöðugjald á fyrirtæki, hækka erfðafjárskatt á umtalsverðar eignir o.s.frv.