Ólafur Margeirsson skrifaði:
Ég bara skil (almennt) láglaunafólk ágætlega: eðlilegt að það sé grautfúlt.
Raunráðstöfunartekjur *eftir* leigukostnað (50m íbúð) einstæðrar 35-49 ára konu í 6. tekjutíund á höfuðborgarsvæðinu hækka um 0,8% á ári milli 2011 og 2018. Hún eyðir um 40% af ráðstöfunartekjum í leigu.
Ráðstöfunartekjur fyrir leigukostnað hækkuðu um 2,1% á ári.
Meðalvöxtur var 3,7% á ári til samanburðar.
Raunhækkun leigu var 4,3% á ári til samanburðar.
Ef þið viljið fá frið á vinnumarkaði, byggið þá meira af húsnæði, sérstaklega leiguíbúðum. Það heldur raunhækkun leigu í skefjum og minnkar þörfina á launahækkunum. Minni hækkun á leigu, vegna meira framboðs af leiguhúsnæði, þýðir minni verðbólga sem aftur þýðir enn lægri vextir.
Það er ástæða fyrir því hvers vegna ég hef verið að hamra á því að lífeyrissjóðir eigi að byggja upp leiguhúsnæðismarkað á Íslandi – og eðlilegt að sum verkalýðsfélög hafi lagt á það mikla áherslu að byggja upp sín eigin leiguhúsnæðisfélög: það kemur einfaldlega á friði á vinnumarkaði, nokkuð sem bæði atvinnurekendur (opinberir og einkareknir) og launafólk hefur hag af.Greinin birtist á Facebooksíðu Ólafs.